Valur hefur á nýjan leik samið við Alyssa Cerino fyrir komandi leiktíð í Bónus deild kvenna.
Alyssa er kanadísk/ítölsk og kom til Vals fyrir síðasta tímabil. Þar gengdi hún lykilhlutverki í liði sem fór í undanúrslit um Íslandsmeistaratitilinn, en hún var með 20 stig og 8 fráköst að meðaltali í leik á tímabilinu.