Dwayne Lautier-Ogunleye hefur framlengt samningi sínum við Njarðvík fyrir komandi tímabil í Bónus deild karla.
Dwayne hefur síðustu tímabil skipað sér í flokk með bestu leikmönnum deildarinnar. Hann var með 23 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar að meðaltali í leik síðasta tímabil, en hann var 10. framlagshæsti leikmaður deildarinnar.
„Hér er á ferðinni einn af öflugustu leikmönnum deildarinnar og ánægjulegt að Dwayne verði áfram með okkur. Kjarninn okkar styrkist og við erum með hóp sem hefur burði til þess að hafa hátt á næsta leiktímabili,” sagði Einar Jónsson formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur.