spot_img
HomeFréttirSeiglusigur undir 18 ára drengja gegn Noregi

Seiglusigur undir 18 ára drengja gegn Noregi

Undir 18 ára drengjalið Íslands lagði Noreg í dag í fyrsta leik Norðurlandamótsins í Kisakallio, 103-76. Leikurinn sá fyrsti af fimm á mótinu, en á morgun etja drengirnir kappi við Danmörk.

Gangur leiks

Eftir frekar erfiðar upphafsmínútur tekur Ísland öll völd á vellinum undir lok fyrsta leikhlutans og leiða með 13 stigum að honum loknum, 31-18. Undir lok fyrri hálfleiksins láta íslensku strákarnir svo kné fylgja kviði og komast mest 29 stigum yfir í öðrum leikhlutanum. Norðmenn ná þá ágætisáhlaupi undir lok hálfleiksins og munurinn bara 16 stig þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik.

Með miklum herkjum nær íslenska liðið að halda í forystu sína í upphafi seinni hálfleiksins. Norðmenn eiga álitlegt áhlaup, en ná þó ekki að koma forystu Íslands inn fyrir 10 stigin fyrr en með lokakörfu fjórðungsins. Staðan fyrir lokaleikhlutann 69-61 fyrir Ísland. Undir lokin gerir Noregur sig líklega til þess að komast að fullu aftur inn í leikinn, en með yfirveguðum leik ná íslensku drengirnir að sigla mjög svo öruggum sigur í höfn, 103-76.

Atkvæðamestir

Tómas Valur Þrastarson var atkvæðamestur fyrir Ísland í dag með 25 stig, 7 fráköst og þá bætti Róbert Birmingham við 23 stigum og 4 fráköstum.

Kjarninn

Íslenska liðið var ekki of gott til þess að tapa þessum leik. Vissulega betri aðilinn á löngum köflum, en hefðu mjög hæglega geta kastað sigrinum frá sér. Sýndu það þó að þeir væru betri þegar að það skipti mestu máli, í fjórða leikhlutanum, með því að leyfa Noregi aldrei að gera leikinn mjög spennandi.

Hvað svo?

Annar leikur drengjanna er kl. 15:00 á morgun að íslenskum tíma á móti Danmörku.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -