spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSeiglusigur Sindra gegn Hrunamönnum

Seiglusigur Sindra gegn Hrunamönnum

Hrunamenn og Sindri áttust við í kvöld í keppni liða í 1. deild karla. Sindri er meðal efstu liða en Hrunamenn eru í næst neðsta sætinu. Til að byrja með var alls ekki augljóst hvort liðið væri ofar í töflunni sem sýnir stöðuna í deildinni því Hrunamenn voru betri á öllum sviðum leiksins. Gott boltaflæði einkenndi sóknarleikinn sem var fjölbreyttur og skemmtilegur á að horfa. Varnarleikurinn var ekki eins glæsilegur en það gerði ekki mikið til því leikmenn Sindra áttu í erfiðleikum með að hitta boltanum ofan í körfuna.  Heimamenn leiddu eftir fyrsta fjórðung 28-20.

Þegar líða tók á 2. fjórðung tókst Sindra að breyta áherslum í varnarleiknum þannig að flæðið í leik Hrunamanna minnkaði, boltann var lengur en áður í höndum Chance Hunter, Sam Burt eða Friðriks Heiðars sem fóru þá að leita í minna mæli að hávaxna miðherjanum Aleksi Liukko. Boltinn gekk ekki lengur inn í teiginn og út úr honum aftur. Fram að því hafði Friðrik leikið vel fyrir liðið og Chance sömuleiðis. Chance komst oft að körfunni og skoraði 18 stig í fyrri hálfleik. Aleksi skoraði aðeins 6 stig í fyrri hálfleik. 

Sindramenn héldu áfram að bæta varnarleik sinn í 3. leikhluta og sigu fram úr heimamönnum og lokafjórðungnum tóku þeir leikinn yfir. Þar munaði helst um tvennt: Aukna ákefð í sókninni og stórbætta skotnýtingu. Sindri vann leikinn með 14 stiga mun, 78-92.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -