Síðustu daga hefur Bónusdeildin sannað sig sem mjög spennandi deild, með mikið af jöfnum leikjum sem gera baráttuna um sæti í úrslitakeppninni æsispennandi.
Njarðvík hefur tryggt sér sæti í lokaslagnum og situr á þessu stigi í 3. sæti með 26 stig. Hins vegar er keppnin í fullum gangi um neðri sætin í úrslitakeppninni, þar sem Grindavík, sem er í 6. sæti með 20 stig, og þarf á fleiri stigum að halda til að tryggja sína stöðu.
Jafn leikur frá upphafi til enda
Leikurinn milli Grindavíkur og Njarðvíkur var spennuþrunginn frá upphafi. Grindavíkingar byrjuðu betur og náðu ágætri forystu, en Njarðvíkingar voru nokkuð lengi að finna taktinn. Fyrsti leikhluti einkenndist af mikilli baráttu, þar sem liðin skiptust á að leiða og spennan var í hámarki.
Ein af lykilhetjum Grindvíkinga var Óli Óla sem kom sterkur af bekknum og setti 12 stig, með allmörgum stemningskörfum sem kveiktu í liðinu. Þegar gengið var til hálfleiks var Grindavík með forystu 62-55.
Njarðvík snýr við gangi leiksins eftir hálfleik
Eftir hálfleik kom Njarðvíkurliðið af miklum krafti og sneri taflinu við með öflugum leik. Þeir náðu forystu eftir fjórar mínútur í þriðja leikhluta, en Grindavíkingar voru hvergi af baki dottnir og héldu jöfnu.
Áhorfendur fengu að njóta sannkallaðrar körfuboltaveislu þar sem bæði lið spiluðu mjög vel. Stuðningsmenn Grindvíkur voru í miklu stuði og sköpuðu frábæra stemningu í Smáranum. Þegar þriðji leikhluta lauk voru liðin jöfn, 82-82, og allt opið fyrir dramatískan endi.
Dramatík í lokafjórðungnum
Fjórði leikhluti hófst með stórkostlegum körfum og spennan var í hámarki. Bæði lið áttu allt undir og sigur skipti miklu í baráttunni framundan í úrslitakeppninni.
Rúnar Ingi, þjálfari Njarðvíkur, var sendur út af velli eftir tvær tæknivillur með stuttu millibili, sem gaf leiknum enn meira drama.
Njarðvík gerði sterkt áhlaup á lokamínútunum og virtust ætla að skilja Grindavíkinga eftir. Grindvíkingar voru á öðru máli og fengu þeir tvö vítaskot á lokasekúndum. Setja annað niður og klikka á seinna. Jafna leikinn og það er framlengt.
Framlenging
Framlengingin var eins og allur leikurinn, jöfn og spennandi. Það var á endanum Grindavík sem náði í dýrmæt tvö stig og vann 122-115.
Viðtöl væntanleg