spot_img
HomeFréttirSeiglusigur Grindavíkur gegn Fjölni

Seiglusigur Grindavíkur gegn Fjölni

Grindavík lagði Fjölni í fyrsta leik Subway deildar kvenna í Grindavík í kvöld, 81-71.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur kvöldsins nokkuð jafn, þrátt fyrir að Grindavík hafi haft forystuna nánast allan leikinn. Fyrstu 3 leikhlutana vinna þær með 3 stigum hvoran og sigla svo að lokum gífurlega sterkum 10 stiga sigur í höfn.

Atkvæðamest fyrir Grindavík í leiknum var Charisse Fairley með 12 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar. Fyrir Fjölni var það Raquel Laneiro sem dró vagninn með 25 stigum, 11 fráköstum og 11 stoðsendingum.

Tölfræði leiks

Myndasafn / Gunnar Jónatans

Fréttir
- Auglýsing -