spot_img
HomeFréttirSeattle Storm WNBA meistari

Seattle Storm WNBA meistari

 
Í nótt varð Seattle Storm WNBA meistari eftir sigur á Atlanta Dream 87-84. Storm vann einvígið 3-0 en allir þrír leikirnir voru gríðarlega spennandi þar sem Storm reyndust ávallt sterkari á lokasprettinum. Hin magnaða Lauren Jackson var valin besti leikmaður deildarinnar og tryggði sér titilinn besti leikmaður úrslitakeppninnar.
Úrslitaviðureignir Storm og Dream:
Leikur 1: Storm 79-77 Atlanta
Leikur 2: Storm 87-84 Atlanta
Leikur 3: Atlanta 84-87 Storm
(Skemmtileg tilviljun en ekki algengt að sjá sömu lokatölur í tveimur síðustu viðureignum liðanna.)
 
Þetta var í annað sinn sem Seattle Storm verður WNBA meistari en aðeins tveir leikmenn, þær Sue Bird og Lauren Jackson, eru eftir í liði Seattle frá meistaraliðinu árið 2004. Swin Cash var stigahæst í liði Storm í sigurleiknum í nótt með 18 stig en í liði Atlanta var Angel McCoughtry sjóðandi með 35 stig.
 
Ljósmynd/ Seattle Storm sópuðu Atlanta Dream 3-0 og eru WNBA meistarar 2010.
 
Fréttir
- Auglýsing -