spot_img
HomeFréttir"Sé bara bjarta tíma framundan"

“Sé bara bjarta tíma framundan”

 

Það er óhætt að segja að Keflavík hafi komið öllum á óvart í vetur. Árangur og spilamennska karlaliðs félagsins á lokametrunum til fyrirmyndar, en aðalega var það kvennalið félagsins sem var að heilla. Eftir að þær unnu nokkra leiki snemma á tímabilinu og fengu viðurnefnið "Litlu Slátrararnir" litu þær hreinlega ekki til baka. Sigruðu bæði bikarkeppnina og svo Íslandsmeistaratitilinn. Eini titillinn sem þær misstu af í vetur var deildarmeistaratitilinn, en honum töpuðu þær á jöfnum stigum, en verri innbyrðisstöðu til Snæfells.

 

Karfan tók stöðuna á formanni deildarinnar, Ingva Þór Hákonarsyni, sem að tók við Keflavík seint á síðasta tímbili. Má því í raun segja að þessi glæsilegi árangur komi allur á hans fyrsta heila tímabili á skrifstofu félagsins.

 

 

Nú er nokkuð góðu tímabili lokið hjá Keflavík. Þar sem að helstur sigra var þessi tvöfaldi hjá kvennaliðinu. Var þetta eitthvað sem að var hægt að búast við fyrir tímabilið?

"Þetta er búið að vera frábært tímabil hjá okkur í Keflavík. Karlaliðið komst í 4 liða úrslit á móti KR og hefðum við með smá heppni getað unnið það einvígi. Karlaliðið hefur síðustu 5 ár dottið út í 8 liða úrslitum, þetta var ánægjulegt og vonandi gerum við enn betur á næsta ári. Kvennaliðið var frábært. Þeim var spáð 6 sæti í deildinni og höfðu þær engu að tapa. Unnu flott lið Skallagríms í bikarúrslitum og svo Íslandsmeistara síðustu þriggja ára, Snæfell í einvígi um Íslandsmeistaratitilinn."

 

 

 

Í öllum sannleik, sást þú þetta fyrir þér?

"Nei ég get ekki sagt það, en ég hafði mikla trú á þessum liðum. Ég var viss um að bæði lið færu í úrslitarkeppnina og myndu gera góða hluti og ég neita því ekki að stelpurnar skyldu enda sem tvöfaldir meistarar kom á óvart. Bæði lið með frábæra þjálfara."

 

Nú tekur þú við deildinni á síðast tímabili. Hvernig hefur þetta ár verið?

"Þetta ár byrjaði erfiðlega með veikindum Sigurðar Ingimundarsonar. Hjörtur Harðarson sem réði sig sem aðstoðarþjálfara var allt í einu orðinn aðalþjálfari liðsins. Með Gunna Einars sér til aðstoðar. Þegar leið á tímabilið hafði ég samband við Friðrik Inga Rúnarsson og óskaði eftit að hann tæki við liðinu. Kvennameigin hefur þetta gengið mjög vel fyrir sig.

"Þetta er mjög mikil vinna, nánast fullt starf. Í svona sjálfboðaliðastarfi er mikilvægt að hafa stuðning og skilning frá fjölskyldunni. En þessi góði árangur hvetur mann áfram."

 

 

Margt sem kom þér á óvart?

"Nei í raun ekki. Kannski hve mikil vinna þetta er."

 

Mikil uppbygging í gangi í Keflavík, þar sem að félagið er það eina sem á leikmenn í öllum yngri landsliðahópum. Hvað þarf að gera til þess að halda þessu gangandi og gera enn betur?

"Halda stöðugt áfram að bæta okkur. Halda vel utan um yngri flokka starfið og skoða sérstaklega hvað við getum gert betur drengja megin."

 

 

Væntanlega margt smátt sem hjálpast að við rekstur, samsetningu svona starfsemi, en ef við tökum árangur þessa kvennaliðs og tímbil þeirra. Ef þú yrðir að nefna 1-2 hluti, hverju myndir þú þakka þetta góða gengi?

"Ég myndi þakka þjálfarateyminu, Sverri Þór og Gunna. Þeir eru frábærir saman. Kvennaráðið er frábært. Umgjörðin í heild sinni er mjög gott."

 

Hvað sérð þú meistaraflokka félagsins gera í sumar og hvaða árangur er “næsta skref” fyrir þessi lið á næsta tímabili?

"Ég sé bara bjarta tíma framundan. Bæði lið munu koma vel undan sumri eftir sumaræfingarnar. Við munum vonandi byrja næsta tímabil eins og þetta endaði."

Fréttir
- Auglýsing -