spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaSchekinah Bimpa til Ármanns

Schekinah Bimpa til Ármanns

Ármenningar tilkynntu rétt í þessu að liðið hefði samið við erlendan leikmann um að leika með liðinu í 1. deild kvenna á komandi leiktíð. Ármann sem komst í undanúrslit deildarinnar á síðustu leiktíð ætla sér að byggja ofan á þann árangur. Liðið tapaði fyrsta leik tímabilsins gegn Þór Ak í síðustu viku en mæta Aþenu annað kvöld í annarri umferð deildarinnar.

Tilkynningu Ármanns má finna hér að neðan:

Ármann hefur samið við hina bandarísku Schekinah Bimpa um að leika með liðinu á komandi leiktíð í 1. deild kvenna.

Bimpa er 23. ára framherji sem er fædd í Kongó. Hún útskrifaðirst frá Limestone háskólanum í Bandaríkjunum fyrir rúmu ári þar sem hún var valin í úrvalslið Karólínu deildarinnar í annari deild bandaríska háskólaboltans. Hún lék einnig með South Carolina State háskólanum eitt tímabil. Á sínu síðasta tímabili hjá Limestone var Bimpa með 15 stig og 10,6 fráköst að meðaltali í leik.

Á síðustu leiktíð lék Bimpa með Nottingham Trent University á Englandi þar sem hún átti hreint frábært tímabil og var með 18 stig og 11 fráköst að meðaltali í leik.

Bimpa er nú þegar mætt til landsins og hefur fengið leikheimild með Ármanni. Hún verður því með liði Ármanns á föstudagskvölið gegn Aþenu í 1. deild kvenna.

Við bjóðum Bimpu hjartanlega velkomna til Ármanns og væntum mikils var samstarfinu.

Áfram Ármann

Fréttir
- Auglýsing -