spot_img
HomeFréttirSara Sædal: Höfum alltaf svigrúm til að koma á óvart

Sara Sædal: Höfum alltaf svigrúm til að koma á óvart

22:06
{mosimage}

(Sara Sædal)

Nýliðum Snæfells í Iceland Exrpess deild kvenna var í dag spáð sjöunda og næstneðsta sæti í deildinni á blaðamannafundi KKÍ sem fram fór í Smáranum í Kópavogi. Sara Sædal leikmaður Snæfells var viðstödd fundinn og náði Karfan.is í skottið á fulltrúa nýliðanna sem kvaðst spennt fyrir leiktíðinni og að aðalmarkmiðið í vetur væri að halda Snæfell í efstu deild.

Er góð stemmning í Stykkishólmi þessa dagana gagnvart komandi leiktíð hjá ykkur?
Það eru allir mjög spenntir fyrir þessu tímabili enda er þetta í fyrsta skipti sem við spilum í efstu deild. Við erum með mjög ungan hóp svo þetta verður bara spennandi verkefni.

Má gera ráð fyrir að þetta fyrsta ár verði hálfgerður lífróður hjá ykkur?
Já, klárlega! Fólk býst örugglega ekki við miklu af okkur en við munum bara sýna hvað í okkur býr og höfum alltaf svigrúm til að koma á óvart. Engin pressa!

Þið gerið væntanlega miklar kröfur til ykkar sjálfra á heimavelli?

Að sjálfsögðu. Við ætlum að gera okkar besta og klárlega er markmiðið að halda okkur uppi en þetta kemur allt í ljós. Kanarnir detta út hjá flestum liðum sem eru með sterka hópa og að sjálfsögðu græðum við eitthvað á því þar sem við náum að halda okkar kana.

Hver er þín tilfinning fyrir vetrinum?

Hún er mjög góð, við erum klárar í þetta verkefni.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -