Sara Rún Hinriksdóttir og Phoenix Constanta lögðu Targoviste fyrr í dag í rúmenska bikarnum, 56-77.
Á um 30 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Sara Rún 18 stigum, 9 fráköstum og 2 stoðsendingum, en hún var stigahæst í liði Phoenix í dag.
Leikið er heima og heiman í bikarnum og eru Phoenix því í nokkuð góðri stöðu fyrir seinni leik liðanna sem fram fer þann 5. janúar.