spot_img
HomeFréttirSandra Lind: Hárrétt ákvörðun fyrir mig

Sandra Lind: Hárrétt ákvörðun fyrir mig

 

Landsliðskonan Sandra Lind Þrastardóttir söðlaði um fyrir síðasta tímbil og og yfirgaf uppeldisfélag sitt í Keflavík fyrir Horsholm 79ers í Danmörku, en þar leikur liðið í efstu deild. Árangur hennar og liðsins á síðasta tímabili var ekki af verri endanum. Þar sem að 79ers enduðu í öðru sæti deildarkeppninnar og voru svo aðeins 3 stigum frá því að tryggja sér danska meistaratitilinn í oddaleik í lok úrslitakeppninnar.

 

Við heyrðum aðeins í Söndru og spurðum hana út í þetta síðasta tímabil, framtíðina og íslenska landsliðið.

 

 

 

Fyrsta árið í Danmörku að baki.

Voru þetta mikil viðbrigði fyrir þig? 

 

"Já, það voru viðbrigði að flytja í nýtt land og koma inní nýtt umhverfi. En fólkið í klúbbnum gerði það að verkum að öll aðlögunin varð auðveld og fljót."

 

 

Hver er helsti munurinn á menningunni/körfboltanum sem spilaður er þarna úti og hérna heima?

 

"Körfuboltinn er svipaður úti og heima en það var gaman að sjá hve mikið var sýnt af leikjum á Íslandi síðasta vetur og umfjöllun góð eftir kvennaleiki."

 

 

 

Hversu ánægð ert þú með þetta fyrsta ár þitt?

"Rosalega ánægð, þetta var hárrétt ákvörðun fyrir mig en þetta var mjög skemmtilegt og krefjandi ár. Það er mikil tilhlökkun hjá mér að takast á við komandi tímabil og tíma í Danmörku."

 

 

Hvert sérðu þetta lið fara á næsta tímabili? 

Hver eru markmiðin?

 

"Lykilmarkmiðið okkar mun áfram vera það sama að bæta okkur í hverjum einasta leik sem við spilum. Hvernig við ætlum að gera það verður svo farið yfir í byrjun tímabils. Þegar liðið kemur saman og fer yfir markmiðin með þjálfurunum. Auðvitað er stefnan tekin alla leið á næsta tímabili, við vorum grátlega nálægt því í ár og verður ekkert gefið eftir á því næsta." 

 

 

 

Er mikil samkeppni að koma inn í hópinn?

 

"Já við vorum 16 að æfa og mikil samkeppni í öllum stöðum sem skemmtilegt var að takast á við og hélt öllum á tánum allan veturinn."

 

 

Nú ert þú hluti af landsliðinu.

Hvernig finnst þér þær breytingar sem þar hafa orðið á þeim hóp hafa verið að koma út?

 

"Það hefur verið stígandi í landsliðinu undanfarin ár og er ekkert því til fyrirstöðu að það haldi áfram."

 

Er langt í að liðið nái að tryggja sér farseðil á lokamót?

"Það er allt undir okkur komið hvað við erum tilbúnar að leggja á okkur til að komast þangað. Íslensk landslið hafa sýnt það síðustu ár að íþróttamenn héðan hafa alla burði til að keppa á lokamótum. Markmiðið er að komast á lokamót í náinni framtíð."

 

 

 

Hver eru persónuleg markmið þín fyrir næsta tímabil?

 

"Njóta þess að spila körfubolta og hjálpa liðinu mínu að landa titlum."

Fréttir
- Auglýsing -