spot_img
HomeFréttirSan Antonio Spurs - Popovich-vélin malar áfram.

San Antonio Spurs – Popovich-vélin malar áfram.

 

Þessi upphitun er hluti af spá karfan.is fyrir NBA tímabilið sem hefst 25. október.

 

Hérna er spá Karfan.is fyrir Austurströndina

 

Áður birt:

15. sæti – Los Angeles Lakers

14. sæti – Phoenix Suns

13. sæti – Sacramento Kings

12, sæti – Denver Nuggets

11. sæti – New Orleans Pelicans

10. sæti – Minnesota Timberwolves

9. sæti – Dallas Mavericks

8. sæti – Houston Rockets

7. sæti – Oklahoma City Thunder

6. sæti – Portland Trail Blazers

5. sæti – Memphis Grizzlies

4. sæti – Utah Jazz

 

 

 

 

San Antonio Spurs

 

Heimavöllur: AT&T Center

Þjálfari: Gregg Popovich

 

Helstu komur: Pau Gasol, Dewayne Dedmon.
Helstu brottfarir: Tim Duncan, Boris Diaw, David West.

 

Nýtt tímabil, annað 50 sigra tímabil hjá San Antonio Spurs. Margir reka kannski upp stór augu við að sjá þeim spáð 3. sæti í vestrinu en ekki ofar. Það er samt ástæða fyrir því, San Antonio eru með fremur aldna leikmenn að spila lykilhlutverk og þurfa einfaldlega ekki að spila allt tímabilið á 100% krafti, þeirra augu eru á úrslitakeppninni. Ennfremur þá töpuðu þeir góðum leikmönnum og fengu eiginlega bara Pau Gasol í staðinn. Pau er ennþá elítu sóknarmaður en að sjá hann í vörninni verður stuðningsmönnum Spurs oft erfitt. Kannski er ég að teygja mig of langt og Spurs verða frábærir. Ég held þeir verði góðir en þetta verður niðurstaðan.

 

Styrkleikar liðsins eru einfaldir, frábært byrjunarlið, frábær þjálfari, frábær stórstjarna í Kawhi Leonard og LaMarcus Aldridge er virkilega góður næstbesti leikmaður. Mikil reynsla í liðinu og fullt lið af leikmönnum sem kunna ekki að tapa. Verða bæði góðir í vörn og sókn. Veikleikarnir eru aldur lykilmanna, breiddin hefur líka oft verið betri og þess vegna munu lykilmenn þurfa að spila fleiri mínútur en oft áður.

 

Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:

PG – Tony Parker
SG – Kyle Anderson
SF – Kawhi Leonard
PF – LaMarcus Aldridge
C – Pau Gasol

 

Gamlinginn: Manu Ginobili (39) er enn að, forréttindi að fá að fylgjast með þessum leikmanni.
Fylgstu með: Kawhi Leonard. Frábær leikmaður sem heldur áfram að bæta sig, hvað sýnir hann okkur næst?

 

Spá: 55-27 – 3. Sæti.

Fréttir
- Auglýsing -