spot_img
HomeFréttirSan Antonio skellti 76ers

San Antonio skellti 76ers

 
Fjöldi leikja fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem San Antonio Spurs skelltu Philadelpihia 76ers og Minnesota Timberwolves höfðu betur gegn Golden State Warriors. Spurs eru eftir sigurinn í 3. sæti á vesturströndinni 7-1 en Minnesota Timberwolves eru í 13. sæti með 3-7.
Tony Parker var stigahæstur með 24 stig og 7 stoðsendingar í 116-93 sigri Spurs í nótt gegn 76ers. Hjá gestunum var Jrue Holiday með 16 stig. John Salmons var svo með 26 stig í sigri Milwaukee Bucks gegn Golden State. Hjá gestunum var Monta Ellis með 24 stig og 8 stoðsendingar.

Önnur úrslit næturinnar:

 
Charlotte 95-96 Utah
New Jersey 90-91 Orlando
Cleveland 85-99 Indiana
Miami 109-100 Toronto
Chicago 103-96 Washington
Memphis 110-116 Boston
New Orleans 107-87 Portland
Mynd/ Duncan og félagar í Spurs eru á góðu róli á vesturströndinni.
 
Fréttir
- Auglýsing -