spot_img
HomeFréttirSan Antonio mæta Miami í úrslitum annað árið í röð

San Antonio mæta Miami í úrslitum annað árið í röð

San Antonio Spurs mæta Miami Heat í úrslitum annað árið í röð. Spurs unnu Oklahoma Thunder í sjötta leik eftir spennandi viðureign og framlengingu. Þetta er það sem langflest okkar hafa beðið eftir… að sjá þessi lið etja kappi aftur í úrslitum og helst fara alla leið í sjö leiki.
 
Frábær leikur hjá Ginobili og Duncan þegar nær dró lokum leiks en þeir tryggðu sigurinn í lokin. Mögnuð frammistaða Boris Diaw, sem hefur verið drjúgur í þessari seríu, með 26 stig og 3/6 í þristum.
 
Hjá Thunder skoruðu Kevin Durant, Russell Westbrook, Reggie Jackson og Serge Ibaka samtals 102 af 105 stigum liðsins. Framlagið af bekknum var aðeins 5 stig frá Derek Fisher. 
 
Fréttir
- Auglýsing -