Fimmti leikur San Antonio og Denver í úrslitakeppni NBA verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á miðnætti í kvöld.
San Antonio getur klárað einvígið með sigri í kvöld og hefur yfir 3-1.
Aðra nótt klukkan 2:30 verður svo bein útsending frá sjötta leik Golden State og Dallas, en þar er á ferðinni eitt áhugaverðasta einvígi fyrstu umferðar í sögu deildarinnar. Golden State getur slegið Dallas úr keppni með sigri á heimavelli.
Fréttin er fengin af www.visir.is og þökkum við kærlega fyrir lánið.