Hlaðvarpið Boltinn lýgur ekki kom saman nú um áramótin og fór yfir árið 2025 í árlegri áramótabombu sinni.
Með Véfréttinni Sigurði Orra Kristjánsyni var þar eins og svo oft áður blaðamaðurinn Siggeir Ævarsson.
Hérna er hægt að hlusta á þáttinn á Spotify, en þá er hann einnig aðgengilegur á öllum hlaðvarpsveitum undir nafninu Boltinn lýgur ekki.
Líkt og venja er í áramótauppgjöri er farið yfir farinn veg síðasta árs og verðlaunað í hinum ýmsu flokkum.
Einn þeirra flokka er verðlaunað var fyrir síðasta ár var samningur ársins. Tilnefndir voru fjórir samningar sem tilkynntir voru á síðasta ári, en valinn samningur ársins á síðasta ári var tveggja ára samningur Hauka við þjálfara meistaraflokks karla Friðrik Inga Rúnarson. Friðrik Ingi tók við Haukum í byrjun janúar 2025 og gerði félagið fljótlega tveggja og hálfs árs samning við hann. Þrátt fyrir ágætis gengi með liðið varð sá samningur þó ekki lengri en það að í maí var ljóst að Haukar væru að leita að eftirmanni hans.
Hér fyrir neðan má sjá hvaða samningar voru tilnefndir sem samningar ársins og í þættinum má heyra umræðuna.
Samningar ársins 2025
Steinar Aronsson semur við Run and Gun
Dibaji Walker til ÍA
Maddie Sutton og Eva Wium til Stjörnunnar
Friðrik Ingi semur við Hauka til 2027



