Haukar og þjálfari meistaraflokks karla hjá þeim Friðrik Ingi Rúnarsson hafa komist að samkomulagi um að hann muni ekki halda áfram með liðið á komandi leiktíð. Staðfestir félagið þetta með fréttatilkynningu.
Friðrik tók við Haukum í erfiðri stöðu á yfirstandandi leiktíð, en liðið féll úr Bónus deildinni og mun því leika í fyrstu deild karla á næsta tímabili.
Samkvæmt félaginu mun það nú leita að næsta þjálfara.