spot_img
HomeFréttirSagt eftir leik: Yngvi og Jóhannes

Sagt eftir leik: Yngvi og Jóhannes

01:00

{mosimage}
(Yngvi Gunnlaugsson þjálfari Hauka)

Þriðji leikur Hauka og KR á Ásvöllum í gær var hreint út sagt magnaður. Mikil spenna einkenndi leikinn og má segja að spennustigið hafi verið hátt hjá báðum liðum en alls töpuðust 39 boltar á Ásvöllum.

Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Hauka, var að vonum ánægður eftir leik þegar fréttaritari náði í skottið á honum og aðspurður um hvað Haukar þurfi að gera til að fara með sigur af hólmi í DHL-höllinni sagði Yngvi.

„Við þurfum að halda áfram að sækja eins og við gerðum. Þetta er sennilegast besti leikurinn sóknarlega hjá báðum liðum. KR-ingar hittu alveg rosalega vel og Hildur átti enn einn stórleikinn og Kara steig upp fyrir þær. Hjá okkur þá stóðum við saman og héldum haus og ég er ekkert smá stoltur af þeim”

Hildur Sigurðardóttir jafnaði metin í leiknum eftir að leiktímanum lauk með þremur vítaskotum. Yngvi sagði að það hefði verið blaut tuska í andlit sinna stúlkna að þurfa að fara í framlenginu en þegar aðeins tvær sekúndur voru eftir af leiknum skoraði Slavica Dimovska þriggjastiga körfu og hélt Haukaliðið að sigurinn væri í höfn.

„Það var auðvitað svolítið högg að þufa að fara í framlengingu en við vorum komin þetta langt og ætluðum ekki að fara að gefa þetta frá okkur. Heilt yfir þá var þetta erfiður sigur.”

{mosimage}
(Jóhannes Árnason þjálfari KR)

Jóhannes Árnason þjálfari KR var eðlilega ekki jafn hress og Yngvi eftir leik. KR liðið tapaði 18 boltum og skotnýting þeirra hefur verið betri en KR stúlkur settu rétt tæp 60% vítaskota sinna niður.

„Við þurfum að herða vörnina, fækka tæknilegum mistökum og leggja blóð svita og tár í það sem við erum að gera” sagði Jóhannes þegar hann var inntur eftir því hvað KR þyrfti að gera til að koma í veg fyrir að Haukar tryggi sér Íslandsmeistaratitilinn í DHL-höllinni á sunnudag.

Það hefur oft í leikjum sem þessum verið raunin að liðið sem jafnar nær að knýja fram sigur í framlengingunni en það varð ekki raunin í gær. Jóhannes sagði að tilfinninginn segði sér að KR myndi vinna leikinn en þess í stað unnu Haukar með níu stiga mun.

„Auðvitað fékk maður tilfinninguna um að við ættum eftir að vinna þennan leik. Hildur setur niður svona stóra körfu í blálokin og þetta er auðvitað draumur íþróttamannsins að skora slíka körfu en leiðinlegt að endirinn þurfti að vera svona.”

[email protected]

Myndir: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -