spot_img
HomeFréttirSagt eftir leik: Jón Halldór Eðvaldsson

Sagt eftir leik: Jón Halldór Eðvaldsson


Jón Halldór Eðvaldsson var að vonum svekktur með sitt lið í gær. Í samtali við Karfan.is upplýsti hann að einn leikmaður mun ekki koma til með að vinna þennan titil.   
Það er stundum erfitt að koma í svona stórann leik eftir langt frí. En sem betur fer þá er ekki nóg að vinna bara einn leik. Við verðum að spila betur en við gerðum í gær til þess að vinna það er ljóst. Eini ljósi punkturinn í þessu er að við getum gert betur.”

Kesha Watson hefur oft leikið betri leiki og þá sérstaklega varnarlega. Á hún eftir að komast í form ? Kesha gerði ekkert minna en ég átti von á. Enda er þetta ekki spurning um það hvað hún gerir, þetta snýst um það hvað hinir leikmennirnir gera. Kesha vinnur þetta ekki ein. Kesha er í fínu formi, þetta er bara spurnig um að slípa liðið saman.   

Frákastabaráttan varð ykkur dýrkeypt í gær á loka mínútum þar sem að KR var að fá "second chances" hvað eftir annað. Má ekki áætla að það verði fókusað á að stíga betur út í næsta leik ? Við töpuðum þessum leik á lélegum varnarleik. Við erum ekkert óvanar því að andstæðingar okkar taki fleirri fráköst en við. En auðvitað er ömurlegt að þurfa að spila vörn aftur og aftur í 40-50 sek það gerir ekkert fyrir mig.

Eru KR-ingar komnir með tak á Keflavík ?

"Ég trúi ekki á það að einhver sem komin með tak á einhverju liði eða eins og oft er talað um, einhverja Grílu. Það er bara þannig að ef þú leggur þig ekki fram þá taparu, flóknara er það ekki"

Fréttir
- Auglýsing -