Í kvöld eru allir sjö leikirnir í Domino´s deild karla og 1. deild karla á Lengjunni. VIð fengum þjálfarann Sævald Bjarnason til þess að fylla út sinn seðil fyrir kvöldið. Sæbi hafði þetta að segja:
„Ég hef fulla trú á mínum mönnum úr Garðabæ sem ég held að taki fyrstu punktana af KR-ingum. Ég held að Grindavík reki af sér slyðruorðið og vinni í kvöld. Tindastóll eru alltof erfiðir heim að sækja, Þór er að koma úr erfiðu tapi í Ásgarði og vinna sinn leik sannfærandi. Haukar fylgja eftir sigrinum sínum í síðustu umferð með góðum útisigri og svo finnst mér Njarðvíkingar einfaldlega sterkari en Skallagrímur.
Hamar hefur byrjað leiktíðina vel og eru alltaf erfiðir í Frystikistunni svo það verður jafn leikur en mínir fyrri menn missa þá rétt frá sér í 4. leikhluta og tapa naumlega.”
Seðill Sævaldar:
Domino´s deild karla
KR-Stjarnan: 2
Njarðvík-Skallagrímur: 1
ÍR-Haukar: 2
Tindastóll-Snæfell: 1
Keflavík-Grindavík: 2
Þór Þorlákshöfn-Fjölnir: 1
1. deild karla
Hamar-Valur: 1
Hvort Sævaldur reynist spámaður í eigin föðurlandi kemur svo í ljós í kvöld.