U16 ára landslið Íslands leikur eintóma spennuleiki núna á Norðurlandamóti unglingalandsliðanna sem fram fer í Svíþjóð. Í gær vann íslenska liðið frækinn spennusigur á Eistum en í fagnaðarlátunum vildi ekki betur til en svo að Sævaldur aðstoðarþjálfari varð blóðgaður á höfði í allri gleðinni þegar menn böðuðu út skönkum sínum í gleðinni.
Sævaldur lét skurðinn ekki á sig fá og er hér á myndinni undir „stöðugri“ gæslu Gunnlaugs Briem sjúkraþjálfara og þeir kappar bara kampakátir með stríðssár Sævaldar.
Mynd/ [email protected] – Ofan við vinstra auga Sævaldar eru eftirmálar fagnaðarlátanna.