Sæþór Elmar, fyrirliði ÍR, telur liðið geta orðið mikið betra er hann ræddi við Körfuna eftir tap kvöldsins.
Þið byrjið ansi illa í þessum leik, þið voruð eiginlega bara heppnir að þeir hittu illa gegn svæðinu í byrjun og lentuð strax 12-4 undir…
Já, við byrjuðum bara með lélegan fókus, við vorum að reyna að koma vörninni hjá okkur í gang og það gekk ansi hægt og rólega, í seinni hálfleik var hún eitthvað að skána en þó sérstaklega í fjórða leikhluta sem er náttúrulega alltof seint. Við þurfum að ná að halda fókus í gegnum heilan leik.
Jájá, þriðji leikhluti byrjaði líka agalega, þeir skelltu sér skyndilega upp í einhverja 15 stiga forystu og þá var þetta orðið ansi þungt og erfitt aftur…
…já sem er mjög skrítið því að þriðji leikhluti hefur vanalega verið okkar besti leikhluti. Menn voruð eitthvað með hausinn niðri og að svekkja sig á gangi mála, við þyrftum bara að rífa okkur áfram þegar á móti blæs og halda áfram.
Nú er Zvonko Buljan kominn til ykkar, hvernig líst þér á það?
Mér líst mjög vel á hann. Það er góð orka í honum, hann hefur bara komið á eina æfingu sem var í gær og svo að spila í kvöld þannig að þetta var svolítið erfitt fyrir hann í kvöld en hann verður 100% á föstudaginn svo við sjáum betur hvað hann getur þá.
Einmitt, hann er ekkert kominn inn í þetta…
Neinei, náði bara einni æfingu og var kannski smá þungur á sér í dag…
Jájá ekki að sýna sitt besta ennþá…En eins og kannski allir sjá og vita þá eruð þið mjög vel mannaðir en þið eigið kannski svolítið í land með að ná að skapa gott lið úr einstaklingunum…?
Já, við erum með fullt af góðum einstaklingum og það er vissulega okkar mission núna að skapa betra lið úr hópnum, ná að þekkja hver annan betur og þannig…
Einmitt…mér finnst það sjást bæði varnarlega og sóknarlega…sóknarlega er þetta svolítið einn á alla og vörnin er einhvern veginn ekki alveg að smella…
Það er einmitt það sóknarlega, þegar við náum að spila saman sem lið þá virkar þetta fínt hjá okkur en þegar við erum að reyna að vinna leikina einir þá gerist eins og gerðist hérna í byrjun leiks og í byrjun þriðja…því fyrr sem við föttum að við þurfum að spila saman þá verður þetta auðveldara fyrir okkur!
Akkúrat. En þú ert væntanlega bara peppaður fyrir framhaldinu…ÍR-liðið hefur tekið 5 leiki hingað til og framhaldið spennandi…?
Já algerlega, mér finnst alltaf gaman að koma á parketið og ég hætti ekki fyrr en lappirnar hætta að virka!
Viðtal: Kári Viðarsson