Framherjinn Sæmundur Valdimarsson hefur gert samning um að leika með Breiðabliki á komandi tímabili í 1. deild karla. Sæmundur, sem upphaflega kemur frá FSu, hefur leikið með Stjörnunni í Garðabæ síðastliðin tímabil. Var nokkuð mikið frá á síðasta tímabili, en í þeim leikjum sem að hann spilaði var hann að skila 5 stigum, 2 fráköstum og stoðsendingu á 11 mínútum að meðaltali í Dominos deildinni. Samkvæmt félaginu hefur Sæmundur þó æft vel og er hann í góðu líkamlegu formi, svo að hann ætti að vera vel undirbúinn fyrir komandi átök í 1. deildinni.
Ljóst er að þetta er enn meiri styrkur fyrir Breiðablik, sem fyrr í vikunni gekk einnig frá samningi við bakvörðinn Árna Elmar Hrafnsson frá Snæfelli. Liðið var ekki langt frá því að tryggja sér sæti í Dominos deildinni á síðasta tímabili og verður spennandi að sjá hvort þeir ná því á komandi tímabili með þennan góða hóp