Þeir Tyreke Evans, Omri Casspi og DeMarcus Cosins verða hjá Sacramento Kings út 2012-13 tímabilið. Félagið átti rétt á að framlengja samninga þeirra og hafa þeir nýtt sér það.
Evans er lykilmaður hjá Sacramento en hann var með 17.8 stig, 4,8 fráköst og 5.6 stoðsendingar í leik á síðasta tímabili. En hann var nýliði ársins árið 2010.
Omri Casspi er Ísraeli og var valinn í nýliðavalinu árið 2009 eins og Evans.
DeMarcus Cousins var nýliði á síðustu leiktíð og var með 14.1 stig og 8.6 fráköst í leik.
Mynd: Tyreke Evans verður áfram með Kings.