spot_img
HomeFréttirRussell Westbrook til Los Angeles Lakers - LeBron býður hann velkominn

Russell Westbrook til Los Angeles Lakers – LeBron býður hann velkominn

Fyrrum verðmætasta leikmanni NBA deildarinnar Russell Westbrook verður skipt frá Washington Wizards yfir til Los Angeles Lakers þegar að leikmannamarkaðpurinn opnar samkvæmt Shams Charania á The Athletic. Með Westbrook munu Wizards einnig senda annarrar umferðar valrétti í nýliðavölum áranna 2024 og 2028. Í staðinn munu Lakers senda Kyle Kuzma, Montrezl Harrell, Kentavious Caldwell Pope og 22. valrétt nýliðavals næturinnar, sem reyndist vera Isaiah Jackson.

Westbrook hefur í níu skipti verið valinn í Stjörnuleik deildarinnar og var valinn verðmætasti leikmaður hennar tímabilið 2016-17. Í 65 leikjum með Wizards á síðasta tímabili skilaði hann 22 stigum, 12 fráköstum og 12 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Segja má að Westbrook sé á leiðinni heim, því hann er upphaflega frá Long Beach hverfi Los Angeles borgar, en síðan hann var valinn með fjórða valrétt nýliðavalsins árið 2008 hefur hann leikið fyrir Oklahoma City Thunder, Houston Rockets og nú síðast Washington Wizards.

Leikmaður Lakers, LeBron James, var ekki lengi að bjóða Westbrook velkominn, en kveðju hans af samfélagsmiðlinum Twitter má sjá hér fyrir neðan.

Fréttir
- Auglýsing -