spot_img
HomeFréttirRuslatal nr2

Ruslatal nr2

 
Jón Arnar Ingvars droppaði sprengju í körfuboltalífið hérna í grein sem var birt hérna á Karfan.is þar sem hann benti á að KKÍ hefði ekki metnað til að gera meira úr yngri landsliðunum. Hann sagði einnig að það væru einhverjar 30 deildir í Evrópu betri en sú sænska, þar sem margir úr landsliðshópunum eru að spila. Það sem verra er, er að enginn þeirra hefur svarað þessu. Hann beisiklý skeit yfir sænsku deildina og hæfileika þessarra leikmanna í alþjóðlegu samhengi og enginn vill troða oní hann aftur. C’mon son… Keflavíkurhraðlestin varð enn hraðskreiðari í vikunni með eitt stk Porsche í kvennaliðinu… Kobe Bryant er farinn að hlaupa í loftbólu eða öllu heldur lofttæmdu rými þar sem ekkert þyngdarafl er og lítur út eins og geimskip. Allt er nú til… Mike D’Antoni segir að það verði betri mórall í Lakers liðinu núna. Ef Mr. Pringles hefur áhyggjur af móral í Lakers liðinu ætti hann bara að láta sig hverfa og helst taka Jim Buss með sér… Golden State Warriors er nú metið á 96 milljarða króna en var selt fyrir 54 milljarða fyrir 3 árum. Hvað ætli Steph Curry eigi mikið í þeirri ávöxtun?… Nýju KD skórnir eru bjeðer #fact… Vill einhver segja Iman Shumpert að hætta að rappa… Prímadonnan LeBron James fékk lögreglufylgd á tónleik Jay-Z og Justin Timberlake um daginn og þurfti hann að sjálfsögðu að deila þeirri upplifun með okkur hinum á Instagram. Þar hins vegar sást augljóslega í myndbandinu að hann og lögreglubíllinn á undan þeim voru að keyra í öfuga átt á móti einstefnu og er málið nú í athugun hjá lögreglu Miami-borgarPaul Pierce sagði nýverið að Brooklyn Nets væru komnir til NYC til að verða stærsta liðið í borginni. Raymond Felton rétt náði að kyngja kleinuhringnum sínum til að svara því að það myndi aldrei gerast. Sjáum til hvort bollan standi við þau orð. Slagurinn um New York borg er hafinn… Talandi um rugludalla í NYC þá rúllar JR Smith nú um á brynvörðum trukk sem hann keypti samkvæmt heimildum fyrir 54 milljónir kr. Hey, menn verða að geta komist frá A til B… Menn gera oft mikið af því að tala með rassgatinu í NBA deildinni og er DeJuan Blair engin undantekning þar. Sagði á blaðamannafundi þar sem hann var kynntur sem nýjasti leikmaður Dallas Mavericks að hefði hann fengið að spila meira í úrslitunum í sumar hefðu Spurs unnið titilinn. Einmitt… Það eru fleiri að tala með rassgatinu en Blair. Nú nýjast fyrrverandi Pistons leikmaðurinn Bill Laimbeer, sem nú þjálfar New York Liberty í WNBA deildinni. Hann sagði að það gæti verið hættulegt fyrir Maya Moore, stjörnuleikmann Minnesota Lynx að spila svona mikið á lokamínútum leikja sem Lynx eru að bursta. “Hún gæti bara meitt sig” sagði Laimbeer. Þessi mikla “umhyggja” Bill gamla fyrir heilsu andstæðinga ristir grunnt fyrir okkur sem munum eftir honum á vellinum að spila fyrir Pistons. Mögulega lítið dulbúin hótun…
 
We OUT like umhyggjusamur Bill Laimbeer
 
 
* FYRIRVARI *
Ruslakarlarnir eru skoðanaglaðir en jafnframt sjálfstæðir pennar og ber Karfan.is ekki ábyrgð á skrifum þeirra né skoðunum. Þeir vilja benda þeim sem vilja kvarta yfir einhverju á að senda póst á [email protected], en þó ekki bíða eftir svari.
Fréttir
- Auglýsing -