spot_img
HomeFréttirRúmlega sex miljón króna árásariffil Whiteside stolið

Rúmlega sex miljón króna árásariffil Whiteside stolið

Miðherji Miami Heat í NBA deildinni, Hassan Whiteside, lenti í heldur leiðinlegu atviki síðasta sumar þegar að riffil var stolið úr Rolls Royce bifreið hans. Staðfesti bæði hann sjálfur og félagið þetta við fjölmiðla á dögunum.

Whiteside á að hafa keypt sér rúmlega 6 miljón króna M16 árásariffil, skot og hljóðdeydi. Seinna sama dag var Whiteside svo staddur við æfingar í aðstöðu háskólans í Miami. Eftir hana hafi hann keyrt heim og ekki tekið eftir því að riffillinn væri horfinn fyrr en daginn eftir. Samkvæmt lögreglu á svæðinu var riffillinn tekinn á meðan að hann var á æfingu. Fannst hann svo aftur nokkrum vikum seinna í stolnum bíl í norður Miami.

Samkvæmt Whiteside er hann með leyfi fyrir rifflinum sem stolið var síðasta sumar og segist hann þurfa að athuga betur hvernig hann tryggji dótið sitt þegar hann skreppi frá. Segist hann ennfrekar vera hæstánægður yfir því að lögreglan hafi náð finna vopnið aftur. Segir hann að lokum þetta ekki koma fyrir aftur, riffillinn sé nú læstur í öryggishólfi og að hann verði aðeins notaður á skotvellinum.

 

Fréttir
- Auglýsing -