spot_img
HomeFréttirRudy Fernandes til meistaranna – Felton til Denver

Rudy Fernandes til meistaranna – Felton til Denver

Í þriggja-liða skiptum hefur meistaralið Dallas fengið Spánverjann Rudy Fernandez og Andre Miller er koinn aftur til Denver.
Portland fær Raymond Felton frá Denver og einnig koma nýliðarnir Jordan Hamilton sem var valinn í nýliðvalinu nr. 26 og Tanguy Ngombo sem var valinn nr. 56 en Dallas valdi þá báða.
 
Dallas fær Rudy Fernandes og NBA-réttinn að Finnanum Petteri Koponen. Hann er 23 ára gamall og var valinn nr. 30 árið 2007. Hann spilar við Virtus Bologna.
 
Denver fær Andre Miller, en hann lék með félaginu frá 2003-2006, frá Portland en Denver fær einnig valrétt í 2. Umferð nýliðvalsins á næstu árum.
 
Mynd: Raymond Felton er kominn til Portland

 
Fréttir
- Auglýsing -