spot_img
HomeFréttirRubio snýr aftur í desember

Rubio snýr aftur í desember

Ricky Rubio mun að öllum líkindum snúa aftur á parketið í Minnesota í desember. Þetta tjáði spænski bakvörðurinn fjölmiðlum nú fyrir skömmu en kappinn sleit krossband í mars á þessu ári. Rubio var að skila 10 stigum og 8 stoðsendingum á leik fyrir Timberwolves áður en hann meiddist og því skarð fyrir skildi.
Kevin Love helsta stjarna liðsins sagði að liðið saknaði Rubio sárt. "Við erum töluvert betra lið með hann innanborðs og því er ljóst að því fyrr því betra fyrir okkur að hann komist á skrið á ný. " sagði Love við fjölmiðla. 
 
Timberwolves hafa verið duglegir á "markaðnum" í sumar og fengið til sín nöfn á borð við Brandon Roy og Andrei Kirilenko. 
Fréttir
- Auglýsing -