spot_img
HomeFréttirRondo og Gobert ekki með í kvöld

Rondo og Gobert ekki með í kvöld

 

Leikmaður Chicago Bulls, Rajon Rondo, verður ekki með sínum mönnum sem taka á móti Boston Celtics í þriðja leik liðanna í 16 liða úrslitum NBA deildarinnar. Rondo er meiddur á þumalfingri, en ekkert hefur verið gefið út með hvort að hann taki frekari þátt í vetur, eða hvenær það verði. Ljóst er að um blóðtöku er að ræða fyrir Bulls, sem þó eiga ágætis varaleikstjórnanda í Michael Carter-Williams.

 

Einnig er ljóst að miðherji Utah Jazz, Rudy Gobert, verður ekki með sínum mönnum í þriðja leik liðsins í 16 liða úrslitunum gegn Los Angeles Clippers. Gobert meiddist á hnéi í fyrsta leik, var svo ekki með í öðrum leik liðanna þar sem að Jazz leyfðu Clippers að skora 60 stig á sig inni í teig. Nokkuð sem væri erfitt að sjá fyrir sér að hefði gerst með Gobert í lagi, en hann er einn allra besti varnarmaður deildarinnar. Líkt og með Rondo er ekki víst hvenær Gobert verður kominn aftur á ról með sínu liði.

 

Allir eru leikir kvöldsins í beinni á NBA League Pass, en einnig mun Stöð 2 Sport sýna leik Chicago Bulls og Boston Celtics.

 

 

 

Leikir kvöldsins

 

Boston Celtics gegn Chicago Bulls – kl. 23:00 í beinni útsendingu Stöð 2 Sport

Bulls leiða einvígið 2-0

 

Houston Rockets gegn Oklahoma City Thunder – kl. 01:30

Rockets leiða einvígið 2-0

 

Los Angeles Clippers gegn Utah Jazz – kl. 02:00

Einvígið er jafnt 1-1

Fréttir
- Auglýsing -