spot_img
HomeFréttirRon Artest til Bretlands?

Ron Artest til Bretlands?

 Ron Artest hefur verið orðaður við lið Chesire Jets í Bretlandi og er nú staðfest að þeir hafi boðið honum einhverskonar samning til að spila þar. Hinsvegar er þessi "díll" að stoppa á tryggingamálum. 
 Artest á þrjú ár eftir af samningi sínum við LA Lakers sem er 21.8 milljón dollara virði. Lakers hafa ekki fengið neina tryggingu frá liði Jets ef svo illa skildi fara að Artest myndi meiðast.  "Samningurinn er á borðinu en við verðum að hafa tryggingu frá liðinu í Bretlandi." sagði David Bauman umboðsmaður leikmannsins.
 
Artest setti á Tweeter síðu sína nú nýlega "Uk Sorry I could´nt make it this week Cant wait to meet the JETS!! "  Kappinn hefur sum sé fullan hug á því að fara til Bretlands og spila með liði Jets. 
 
Þess má geta að hjá liði Jets hefur spila nú síðastliðin ár Calvin Davis sem gerði garðinn frægan hjá Keflavík árið 2001
Fréttir
- Auglýsing -