spot_img
HomeFréttirRon Artest boðnar miljónir til að hagræða úrslitum sem táningur

Ron Artest boðnar miljónir til að hagræða úrslitum sem táningur

 

Metta World Peace, sem áður hét Ron Artest, voru boðnir 35.000 dollarar, sem eru tæpar fjórar miljónir íslenskra króna í dag, til þess að hagræða úrslitum þegar hann spilaði í bandaríska háskólaboltanum. Þetta kemur fram í viðtali sem Yahoo Sports tók við leikmanninn á dögunum.

 

Sem Ron Artest lék World Peace með Rauða Storminum í St.Johns háskólanum í New York frá 1997 til 1999 við góðan orðstýr.

 

Segir World Peace:

 

"Ég var í nokkur skipti beðinn um að gefa leiki. Áhugaverðast var þegar það gekk upp að mér aðili nálægt heimili mínu og sagðist vera með 35.000 dollara handa mér, ég sagði það hið besta mál og að ég væri alveg til í að taka við þeim. Þá sagði þessi aðili að ég þyrfti að gefa leik. Svarið mitt við því var að kalla hann fávita… En ég hugsaði það samt eftir á, 35.000 dollarar fyrir að gefa einn leik? Það er ekki svo slæmt. Þarna er vandamálið samt, svona aðilar leita uppi krakka sem eiga enga peninga til þess að ráðast að"

 

Í viðtali sínu segir World Peace ekki frá því nákvæmlega hvaða leikir það voru sem hann var beðinn um að hagræða úrslitum, eða hvenær þessir atburðir áttu sér stað nákvæmlega.

 

Sem Artest fagnaði hann góðu gengi með St.Johns, skoraði 11 stig að meðaltali í leik og var skóli hans 40-19 þessi tvör ár sem hann spilaði, það fyrra var það slegið út í fyrstu umferð NCAA mótsins, en það seinna í átta liða úrslitum.

 

Árið 1999 var hann svo valinn af Chicago Bulls inn í NBA deildina, þar sem hann lék allt þangað til í fyrra. Leikmaður sem líklegast verður mest í minnum fyrir sturlaðan varnarleik, slagsmál í beinni útsendingu og titilsins sem hann vann með Los Angeles Lakers.

 

Viðtalið var liður í kynningu leikmannsins fyrrverandi á bók sem hann er að gefa út sem ber heitið "No Malice". Nafn sem ber mikla skírskotun í frægustu slagsmál deildarinnar fyrr og síðar, en hann setti þau af stað í The Palace of Auburn Hills í Detroit árið 2004 og var í kjölfarið dæmdur í 86 leikja bann fyrir.

 

Viðtal Yahoo við World Peace:

 

Fréttir
- Auglýsing -