20:24
{mosimage}
FSu menn sem léku sitt fyrsta tímabil í Iceland Express deild karla síðasta vetur hafa ráðið Bretann Rob Newson sem aðalþjálfara karlaliðsins, þetta staðfesti hann við karfan.is. Tekur hann við starfinu af Brynjari Karli Sigurðssyni sem hefur stýrt liðinu frá stofnun þess.
Rob var síðastliðinn vetur þjálfari yngri flokka Vals auk þess að stjórna karlaliðinu í leikjum þeirra.
FSu endaði í 10. sæti Iceland Express deildarinnar síðastliðinn vetur.
Mynd: Rob Newson