spot_img
HomeFréttirRicardo González Dávila: Þetta var mikilvægur sigur fyrir okkur.

Ricardo González Dávila: Þetta var mikilvægur sigur fyrir okkur.

Ricardo González Dávila þjálfari Skallagríms eftir sigur gegn Stjörnunni

 

Hvað vann leikinn í kvöld?

Við erum mjög glöð, þetta var mikilvægur sigur fyrir okkur. Þær eru með gott lið, höfðu hingað til aðeins tapað einum leik og það er ekki auðvelt að vinna á útivelli. Við höfum átt í vandræðum með leikmenn, nokkur meiðsli og eftir Valsleikinn misstum við stóran part úr liðinu. Það er ekki auðvelt að spila á 6 leikmönnum í 40 mínútur á 100% ákefð en ég held að þær hafi staðið sig mjög vel, 100% í vörn og fráköstum og ég er mjög stoltur af þeim og held að við eigum í okkur fleiri svona leiki.

Carmen skoraði aðeins 4 stig í fyrri hálfleik, hvað breyttist í þeim seinni?

Við viljum að Carmen skori, en kannski ekki 50 stig eins og í seinasta leik og hinir leikmennirnir okkar skora líka. Ef hún skorar 50 stig og hinar eru ekki að skora mikið þá töpum við eins og í seinasta leik. Við viljum að hún skori, en hún verður líka að hjálpa hinum leikmönnunum að skora. Carmen stendur sig alltaf vel en ekki aðeins í stigaskori, hún spilar vörn og frákastar eins og sést, hún er að frákasta að meðaltali ca. 20 fráköst í leik. Í dag spilaði hún í leikstjórnandastöðunni vegna þess að við höfum ekki annan slíkan og þá fær hún kannski ekki sömu möguleika á að skora eins og ef hún spilaði skotbakvörð eða vængmanninn. Ég held hins vegar að hún hafi staðið sig mjög vel í þriðja leikhluta, hún skoraði aðeins 4 stig á fyrstu 20 mínútum leiksins en hlóð svo í 17 stig á næstu 10 mínutunum. Hún stóð sig vel og Sigrún sömuleiðis með 29 stig og liðið var að gera þetta erfitt fyrir Stjörnuna.

Næsti leikur ykkur er gegn Haukum í Borgarnesi, hvað ætlið þið að einbeita ykkur að fyrir þann leik?

Við höfum ekki haft mikinn tíma til að æfa nema til að spila, hvílast og horfa á leikmyndbönd. Á morgun fáum við hvíldardag og svo á þriðjudaginn ætlum við að vinna í nokkrum atriðum sem við teljum að geti unnið þann leik. Haukar eru mögulega besta liðið í þessum fyrstu umferðum deildarinnar, þær hafa aðeins tapað einum leik og hafa mjög góða leikmenn innanborðs en við höfum heimavöllinn. Heima, fyrir utan þennan eina leik þarna, þá erum við sterkar og spilum vanalega betur þar en á útivelli. Við þurfum að gleyma þessum leik gegn Stjörnunni, núna erum við glöð, en á morgun verðum við að gleyma honum og fara að hugsa um næsta leik gegn Haukum og reyna vinna seinasta leikinn fyrir hléið. Öll deildin er mjög svipuð og öll lið hafa verið að vinna og tapa og við þurfum að vinna fleiri leiki.

 

Fréttir
- Auglýsing -