spot_img
HomeFréttirReynir lagði Leikni í forkeppni bikarsins

Reynir lagði Leikni í forkeppni bikarsins

Í gærkvöld fór fram hörkuleikur í bikarnum. Lið Leiknis úr Reykjavík mætti í Sandgerði til að freistast til að slá út heimamenn. Þeir byrjuðu með látum og komust strax í 0-7 en Reynismenn komust strax inn í leikinn aftur og náðu að minnka muninn í eitt stig 11-12. En það var ekki fyrr en á fjórðu mínútu annars leikhluta að Reynir kemst yfir í fyrsta sinn 24-23.
Eftir það var allt í járnum alveg þangað til að Helgi tók upp á því að setja flautukörfu frá miðju og koma heimamönnum í 40-38 þegar haldið var í leikhlé. Þriðji leikhluti fór 12-10 og það markverðasta við hann var það að öll stig Reynis komu fyrir utan þriggja stiga línuna. Staðan því 52-48 fyrir fjórða leikhluta.
 
Reynismenn byrjuðu betur í fjórða en Leiknismenn eru ekki þekktir fyrir að gefast upp og jöfnuðu leikinn fljótt aftur 59-59. Tölur sem sáust eftir það voru meðal annars 68-66 , 72-68 , 76-68 og lokastaða 79-73. Lokamínúturnar fóru að mestu fram á vítalínunni þegar Leiknismenn gerðu lokatilraun til að komast yfir í leiknum.
 
Jón Þorkell átti mjög góðann leik í kvöld og var áberandi í liði Reynis í kvöld. Eins var Hinni að spila fínann leik og grísapungur kvöldsins var Helgi með þrist frá miðju.
 
Umfjöllun af www.reynir.is  
Mynd/Smári – www.245.is  
Fréttir
- Auglýsing -