spot_img
HomeFréttirRemy Martin til Keflavíkur

Remy Martin til Keflavíkur

Keflavík hefur samið við Remy Martin fyrir komandi átök í Subway deild karla.

Remy er 25 ára bandarískur 183 cm leikstjórnandi sem kemur til liðsins frá Lavrio í Grikklandi, en þar skilaði hann 6 stigum að meðaltali í leik á síðustu leiktíð. Þar áður lék hann í fjögur ár með sterku liði Arizona State og eitt með Kansas í bandaríska háskólaboltanum og þar í framhaldi var hann valinn af Cleveland Charge í þróunardeild NBA deildarinnar.

Fréttir
- Auglýsing -