spot_img
HomeFréttirReggie Keely til Þórs Akureyri

Reggie Keely til Þórs Akureyri

Þór Akureyri hefur samið við hinn bandaríska Reggie Keely um að leika með liðinu í Subway deild karla.

Reggie er 30 ára, 204 cm framherji/miðherji sem kemur til liðsins frá Helios Suns í Slóveníu, en á 7 ára atvinnumannaferil hefur hann einnig leikið í Finnlandi, Tékklandi, Grikklandi, Rúmeníu, Slóvakíu, Makedóníu og Hollandi.

Reggie er annar leikmaðurinn sem Þórsarar hafa samið við á síðustu dögum, en í gær tilkynntu þeir að Jeremy Landenbergue væri á leiðinni til félagsins.

Tilkynning:

Körfuknattleiksdeild Þórs hefur samið við Bandarískan framherja Reggie Keely sem er 204 cm hár og 30 ára gamall. Leikmaðurinn er frá Ohio. 

Reggie spilaði með Ohio University í fjögur ár og hefur einnig spilað sem atvinnumaður síðastliðin sjö ár og á síðasta tímabili spilaði hann í Slóveníu.

Fréttir
- Auglýsing -