Þór Akureyri hefur samið við Jeremy Landenbergue um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í Subway deild karla.

Jeremy er 28 ára gamall 191 cm bakvörður frá Sviss, en hann kemur til liðsins frá Lorient í Frakklandi. Áður hefur hann einnig leikið fyrir félög í heimalandinu og í Slóvakíu. Þá hefur hann einnig verið hluti af landsliði Sviss.

Þór sagði á dögunum upp samningum sínum við þá Jordan Blount og Jonathan Lawton og samkvæmt tilkynningunni mun Jeremy að hluta til fylla þeirra skörð.

Þór er sem stendur í neðsta sæti Subway deildarinnar, eina liðið sem er enn án sigurs eftir fyrstu fimm umferðirnar.

Tilkynning:

Körfuknattleiksdeild Þórs hefur samið við svissneska bakvörðinn Jeremy Landenbergue sem er 28 ára gamall og 191 sentimetra hár. 

Lið Þórs hefur orðið fyrir talsverðri blótöku þar sem bæði Jordan Blount og Jonathan Lawton eru farnir vegna meiðsla og mun Jeremy fylla að hluta til þeirra skörð.

Jeremy er komin til Akureyrar og búast menn við því að hann verði löglegur í næsta leik sem verður á fimmtudag gegn Keflavík.

Bjóðum leikmanninn velkominn í þorpið