Real Madrid varð í kvöld meistari á Spáni í ACB deildinni eftir sigur á Barcelona í oddaleik. Lokatölur voru 79-71 en allir fimm leikirnir í úrslitaeinvíginu voru hnífjafnir millum þessara risa á Spáni. Felipe Reyes leikmaður Real Madrid var svo valinn besti maður úrslitanna.
Reyes var með 14 stig og 5 fráköst í kvöld og Rudy Fernandez bætti við 15 stigum og 5 fráköstum. Hjá Barcelona var Joe English með 25 stig og Sarunas Jasikevicius var með 23 stig.
Þetta var í þrítugasta og fyrsta sinn sem Real Madrid verður Spánarmeistari en Barcelona saknaði sárt Juan Carlos Navarro sem þó lék næstum níu mínútur í leiknum en hann er að glíma við meiðsli og skarð fyrir skyldi enda einn af allra bestu leikmönnum álfunnar.