Hinn 39 ára gamli Ray Allen er svo sannarlega ekki búin að leggja skóna á hilluna eins og líkast til margir halda. Ray hefur ekkert spilað á þessu tímabili en þó haldið sér í góðu formi og verið að “drilla” í körfubolta í allan vetur. Allt þetta hefur hann gert til að halda sínum möguleikum opnum á hugsanlegri endurkomu í deildina. Nú vilja miðlar vestra hafs meina að Allen sé að verða tilbúin að skrifa undir samning og að það muni gerst nú strax í All Star fríinu sem að leikmenn fá.
Allen líkt og flestir vita spilaði með Miami Heat síðustu tímabil sín en ákvað að framlengja ekki við þá fyrir núverandi tímabil. Sögusagnir voru háværar að hann myndi elta Lebron Jaems til Cleveland og það er vissulega enn möguleiki. Allen sem hefur 18 tímabil á bakinu er nokkuð vinsæll ef marka má þær fréttir sem koma og þau lið sem hafa verið nefnd í því samhengi eru, Washington Wizards, Cleveland Cavaliers, Golden State Warriors , San Antonio Spurs, Miami Heat, Los Angeles Clippers og nýlega Atlanta Hawks.
Vissulega allt álitlegir kostir en þrír þeirra hljóta að standa uppúr að vissu leyti. Það væri ansi huggulegt þríeyki fyrir utan línuna hjá Golden State ef Allen færi þangað. Endurkynni við Lebron James gæti verið það púsl sem CAVS vanta uppá og svo auðvitað hið léttleikandi lið SA Spurs.
En það gætu hinsvegar orðið ólíklegir kandídatar í Atlanta Hawks sem gætu hreppt undirskrift Allens þar sem þeir spila þann bolta sem hentar honum vel (mikið fyrir utan þriggjastiga línuna) og þá staðreynd að Thabo Sefolosha er meiddur og spilar ekki næstu tvo mánuði.