spot_img
HomeFréttirRagnheiður aftur í Smárann

Ragnheiður aftur í Smárann

Breiðablik hefur samið við Ragnheiði Björk Einarsdóttur um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway deild kvenna.

Ragnheiður hefur ákveðið að koma aftur til Breiðabliks eftir að hafa spilað í háskólaboltanum í Bandaríkjunum síðastliðin 4 ár. Ragnheiður spilaði síðast á Íslandi tímabilið 2018-2019 með Breiðablik, en síðan þá hefur hún verið í Bandaríkjunum, nú síðast með Eckerd Tritons.

Fréttir
- Auglýsing -