spot_img
HomeFréttirRagnar Örn og Sigurþór Ingi í Keflavík

Ragnar Örn og Sigurþór Ingi í Keflavík

 

Keflavík hefur náð samkomulagi við Ragnar Örn Bragason um að leika með liðinu á komandi tímabili samkvæmt forráðamönnum félgsins. Ragnar er 22 ára framherji, uppalinn í ÍR, en lék síðustu tvö tímabil með Þór. Á síðasta tímabili skilaði hann 8 stigum, 3 fráköstum og stoðsendingu að meðaltali á um 25 mínútum í leik.

 

Einnig hafa þeir gert samning við Sigurþór Inga Sigurþórsson um að leika á nýjan leik með Keflavík, en sá er uppalinn í Keflavík, en hefur leikið síðustu tvö ár með Bærum í efstu deild í Noregi. Nokkuð verið að gera hjá Keflavík síðustu vikur, sem hafa nú tryggt samninga við alla íslenska leikmenn sem spiluðu með liðinu á síðasta tímabili, sem og bætt Þresti Leó Jóhannssyni og nú Ragnari og Sigurþóri við lið sitt.

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -