Miðherjinn Ragnar Á. Natahanaelsson verður með Hamarsmönnum næstu tvö árin en þetta staðfesti Lárus Friðfinnsson formaður Kkd Hamars í samtali við Karfan.is í kvöld. Ragnar gerði 5,5 stig og tók 8,3 fráköst að meðaltali í leik með Hamri síðasta tímabil en liðið féll þá niður í 1. deild karla og mun Ragnar vafalítið láta vel fyrir sér finna í 1. deildinni.
,,Það er mikið gleðiefni fyrir okkur Hamarsmenn að Ragnar hafi samið við félagið á ný. Þá er einnig nánari tíðinda að vænta af hópnum á næstunni,“ sagði Lárus en Ragnar er 20 ára gamall og stundar nám í trésmíði við Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Mynd/ [email protected]