spot_img
HomeFréttirRagna Margrét: Lærum mest af þessum leikjum

Ragna Margrét: Lærum mest af þessum leikjum

Ragna Margrét Brynjarsdóttir leikmaður Íslands var eðlilega ekki ánægð með stórt tap gegn Slóvakíu í dag. Leikurinn endaði 86-40 þar sem Ísland lennti strax undir gegn ógnarsterku liði Slóvakíu.

 

Karfan.is heyrði hljóðið í henni rétt eftir leikinn en liðið leggur af stað í langt ferðlag heim til Íslands í nótt og því stuttur tími til að jafna sig eftir þennan leik. 

 

„Þær eru með rosalega stórt og gott lið. Það gátu nánast allir skotið í liðinu, nema kannski númer 13 en hún var mjög öflug í teignum. Munurinn á liðunum var þó nokkur en það er af þessum leikjum sem maður lærir mest, spila við þá sem eru betri, stærri og sterkari. Slóvakar eru án efa sterkasta liðið í þessum riðli.“ sagði Ragna Margrét eftir leikinn í dag en átti ekki í nokkrum vandræðum með að taka fram jákvæðu hlutina þrátt fyrir stórt tap:

 

„Jákvæðu punktarnir í þessum leik er að við vorum sterkari í seinni hálfleik, vörnin var miklu betri hjá okkur og þær náðu sem dæmi bara 5 sóknarfráköstum í seinni hálfleik, miðað við 15 í þeim fyrri. Einnig var fullt af nýjum leikmönnum að koma inn, sem stóðu sig hrikalega vel.“

 

Ísland mætir Portúgal í síðasta leik riðilsins á miðvikudag kl 19:30 í Laugardalshöll en Portúgal vann fyrri leikinn með 12 stigum.

 

„Við erum spenntar fyrir leiknum við Portúgal. Við erum meira á pari við liðið frá Portúgal. Það verður án efa hörkuleikur.“

 

Umfjöllun um leikinn

 

Viðtal / Ólafur Þór Jónsson

Mynd / Bára Dröfn

Fréttir
- Auglýsing -