spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaRæðismaður Íslands í Andorra hitti fyrsta íbúann, Hauk Helga Pálsson

Ræðismaður Íslands í Andorra hitti fyrsta íbúann, Hauk Helga Pálsson

Sagt var frá því í lok september að ræðismaður Íslands í Andorra, Gabriel Espelleta, langaði mikið að hitta leikmann Morabanc Andorra, Hauk Helga Pálsson. Líkt og greint var frá er Haukur Helgi fyrsti löglegi íslenski íbúi smáríkissins og að hann væri uppáhalds íslendingur ræðismannsins í ríkinu.

Í færslu félagsins á Twitter fyrr í dag sést hvar leikmaðurinn og ræðismaðurinn fengu að hittast í fyrsta skipti, en ekki fylgir sögunni hvernig fór á með þeim.

Haukur er aftur kominn af stað með sínu liði eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í nokkra leiki. Á 16 mínútum spiluðum gegn Virtus Bologna skilaði hann 6 stigum, 2 fráköstum og stolnum bolta.

Mynd / Morabanc Andorra Twitter

Fréttir
- Auglýsing -