Haukur Helgi Pálsson og félagar hans í Morabanc Andorra töpuðu í gærkvöldi fyrir Virtus Bologna í gærkvöldi í EuroCup, 62-82.

Atkvæðamestur fyrir Andorra í leiknum var Sergi Garcia með 10 stig, 3 fráköst og 4 stoðsendingar. Fyrir Bologna var Milos Teodosic með 21 stig og 6 stoðsendingar.

Haukur Helgi var aftur kominn af stað með liðinu eftir að hafa verið meiddur síðustu vikur, á 16 mínútum spiluðum skilaði hann 6 stigum, 2 fráköstum og stolnum bolta.

Bologna eru efstir í C riðil með 3 sigra og ekkert tap, Andorra eru í fjórða sætinu með einn sigur og tvö töp eftir fyrstu þrjár umferðirnar.

Tölfræði leiks