Quincy Hankins Cole sem er Bandaríkjamaður hefur samið við Snæfell að spila með liðinu í Iceland Express deildinni 2011/2012. Quincy er 203 cm á hæð og er fæddur 1990. Þetta kemur fram á www.snaefell.is
Tímbilið 2009-10 spilaði hann með University of Nebraska en á síðasta tímabili var hann í liði Pikeville College í Mid South deildinni, NAIA D1. Hann var þar með 12.9 stig að meðaltali og 8 fráköst. Quincy Hankins Cole þykir sterkur á mörgum sviðum körfuboltans sóknarlega sem og varnarlega og getur hafið sig til flugs þegar slík tækifæri gefast.