spot_img
HomeFréttirPúlsinn í IEX deild karla: KFÍ

Púlsinn í IEX deild karla: KFÍ

 
Nýliðar KFÍ mæta með nýjan mann í brúnni á komandi leiktíð. Borce Ilievski sem stýrði KFÍ til sigurs í 1. deild karla og kom liðinu upp hefur tekið við Tindastól og í hans stað kom Bandaríkjamaðurinn BJ Aldridge. Karfan.is ræddi við Aldridge um stöðu mála og sagði þjálfarinn að aðalmarkmið KFÍ þetta tímabilið væri að gera Ísafjörð og nærliggjandi umhverfi stolt af veru félagsins á meðal þeirra bestu.
Farnir frá KFÍ:
Almar Guðbrandsson
Atli Hreinsson
Þórir Guðmundsson
 
Nýjir leikmenn:
Ari Gylfason
Daði Berg Grétarsson
Edin Suljic
Nebjosa Knezevic
Carl Josey
 
 
,,Hópurinn hjá KFÍ er frábær jafnt innan sem utan vallar. Ég hef trú á því að liðið okkar hafi möguleika á því að ná árangri í vetur en það er mikil vinna framundan. Ef mínir menn leggja allt í sölurnar eigum við góða möguleika á árangri. Aðalmarkmið okkar í vetur er að gerast verðugir fulltrúar KFÍ og gera bæði Ísafjörð og nærliggjandi umhverfi hreykin af því að tefla fram liði í efstu deild. Við viljum sýna fólki dugnaðinn sem býr í hópnum og vera stoltir af því sem við gerum. Við viljum vera áfram í Iceland Express deildinni og eiga möguleika á því að komast í úrslitakeppnina, ef það tekst þá spila hlutirnir úr sér sjálfir,“ sagði Aldridge í samtali við Karfan.is og viðurkenndi fúslega að hann væri ekki í stakk búinn til þess að geta sér til um styrkleika annarra liða í deildinni.
 
,,Í augnablikinu tel ég að öll lið í deildinni séu sterk, ef þau væru það ekki myndu þau vart vera í henni. Ég býst við mikilli baráttu í hverri umferð og ég er viss um að í augnablikinu eru einhverjir sem líta betur út en aðrir. Þar sem þetta er mitt fyrsta tímabil á Íslandi hef ég ekki haft tök á því að sjá liðin með mínum eigin augum en ég er bara þakklátur fyrir að fá að taka þátt,“ sagði Aldridge sem er nú fyrsti þjálfarinn til að stýra KFÍ í efstu deild síðan árið 2005. Þess má geta að árið 2005 var Neil Shiran Þórisson, formaður KKD KFÍ, leikmaður liðsins og gerði 2,9 stig að meðaltali í leik í 20 deildarleikjum.
Ljósmynd/ Sigurlið KFÍ í 1. deild karla á síðust leiktíð
 
Fréttir
- Auglýsing -