spot_img
HomeFréttirPúlsinn hjá liðunum í IEX kvenna: Keflavík

Púlsinn hjá liðunum í IEX kvenna: Keflavík

Tveir öflugir liðsmenn hafa bæst í leikmannahóp Keflavíkur þetta sumarið en það er Grindvíkingurinn Ingibjörg Jakobsdóttir og Hrund Jóhannsdóttir sem kom í Toyota-höllina frá Val sem mátti þola fall í 1. deild kvenna að loknu síðasta tímabili. Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari Keflavíkurkvenna segir markið ávallt sett hátt í Keflavík en eiginlegri markmiðasetningu liðsins sé þó ekki lokið fyrir næsta tímabil.
,,Staðan á Keflavíkurliðinu er mjög góð, allur hópurinn er farinn að æfa saman og allt gengur vel. Það hefur verið svakalega mikil keyrsla á þessu eftir verslunarmannahelgi en fram að því var þetta rólegt,“ sagði Jón sem verður með um 15 manna hóp í vetur.
 
,,Við höfum fengið til okkar tvo leikmenn fá því í fyrra, Hrund Jóhannsdóttir frá Val og Ingibjörgu Jakobsdóttir frá UMFG. Keflavíkurliðið kemur til með að vera með erlendan leikmann. Allir leikmenn liðsins frá því í fyrra eru áfram. Hópurinn verður ca. 15 leikmenn í vetur. Markið er alltaf sett hátt í Keflavík. Ég er hinsvegar ekki búinn að setjast niður með liðnu og setja markmið, við gerum það í sameiningu fljótlega,“ sagði Jón en varðandi önnur lið í deildinni og hvernig hann meti þau um þessar mundir sagði hann erfitt að gera sér grein fyrir stöðunni.
 
,,Maður veit aldrei, Hennig vinur minn er búinn að styrkja sig töluvert, spurning hvað verður hjá KR (verður Signý áfram) þetta veltur mikið á því, Grindavík er spurningarmerki, Hamar er búið að missa tvo leikmenn, Sigrúnu og Hafrúnu, verður Hamarsliðið með tvo erlenda leikmenn ef það verður þá eru þær til alls líklegar? Snæfell er búið að missa leikmenn en eru búnar að ná sér í eina stóra og verða eflaust með kana líka þær gætu reynst einhverjum liðum erfið, UMFN það er spurning með þær, Sverrir hefur töluvert af góðum ungum leikmönnum og svo gæti hann fengið sér tvo erlenda leikmenn og þá er hann komin með hörkulið. Fjölnir eru nýjar í deildinn og verður þetta erfitt hjá þeim.“
 
 
Ljósmynd/ Markið er ávallt sett hátt í Keflavík segir Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari kvennaliðs félagsins.
 
Fréttir
- Auglýsing -